Chelsea þriðja liðið í undanúrslit

Ross Barkley skorað sigurmarkið.
Ross Barkley skorað sigurmarkið. AFP

Chelsea varð í dag þriðja liðið sem tryggir sér sæti undanúrslitum enska bikarsins í fótbolta en liðið vann 1:0-sigur á Leicester á útivelli. 

Eftir rólegan fyrri hálfleik lifnaði leikurinn við í seinni hálfleik og Ross Barkley skoraði sigurmarkið á 63. mínútu með skoti af stuttu færi. 

Leicester var meira með boltann það sem eftir lifði leiks, en illa gekk að skapa færi og var Chelsea nokkrum sinnum nálægt því að skora með hættulegum skyndisóknum. 

Arsenal og Manchester United höfðu þegar tryggt sér sæti í undanúrslitum og annaðhvort Newcastle eða Manchester City bætast við en þau mætast klukkan 17:30. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Leicester 0:1 Chelsea opna loka
90. mín. Chelsea fær hornspyrnu
mbl.is