Meistararnir mæta Arsenal í undanúrslitum

Kevin De Bruyne fagnar marki sínu gegn Newcastle ásamt liðsfélögum …
Kevin De Bruyne fagnar marki sínu gegn Newcastle ásamt liðsfélögum sínum. AFP

Ríkjandi bikarmeistarar Manchester City í knattspyrnu eru komnir í undanúrslit ensku bikarkeppninnar eftir 2:0-sigur gegn Newcastle á St. James' Park í Newcastle í kvöld. KevinDe Bruyne kom City áfram á 37. mínútu með marki úr vítaspyrnu.

Raheem Sterling bætti við öðru marki City á 68. mínútu og þar við sat. City mætir Arsenal í undanúrslitum keppninnar á meðan Manchester United tekur á móti Chelsea en báðir leikirnir munu fara fram á Wembley, dagana 18. og 19. júlí. Úrslitaleikurinn fer svo fram hinn 1. ágúst á Wembley.

mbl.is