Fer frítt frá Manchester United á morgun

Angel Gomes (t.v.).
Angel Gomes (t.v.). AFP

Ungi sóknarmaðurinn Angel Gomes hefur ekki skrifað undir nýjan samning við Manchester United og er því væntanlega á förum þegar samningur hans rennur út á morgun. Þetta staðfesti Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri liðsins, á blaðamannafundi sínum í dag.

Gomes er 19 ára gamall og hefur spilað alls tíu leiki fyrir United síðan 2016 en þá hefur hann einnig leikið með öllum yngri landsliðum Englands. Sóknarmaðurinn ungi hefur lengi þótt gríðarlega efnilegur en illa hefur gengið hjá félaginu að fá hann til að skrifa undir nýjan samning.

„Ég hef ekki heyrt í honum, ekki í gær eða í morgun þannig að þeir hafa sennilega ekki komist að samkomulagi,“ sagði Solskjær við blaðamenn um tilraunir félagsins til að semja við Gomes. Leikmaðurinn er talinn vilja fara til liðs þar sem hann fær að spila meira.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert