Jóhann missir af enn einum leiknum

Jóhann Berg Guðmundsson hefur verið lengi frá vegna meiðsla.
Jóhann Berg Guðmundsson hefur verið lengi frá vegna meiðsla. Ljósmynd/Burnely

Jóhann Berg Guðmundsson missir af enn einum leiknum er Burnley mætir Crystal Palace í 32. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld. Hefur hann aðeins spilað sjö deildarleiki á tímabilinu vegna meiðsla. 

Í frétt á heimasíðu Burnley er greint frá því að Jóhann Berg, Robbie Brady, Ashley Barnes og Chris Wood missi allir af leiknum vegna meiðsla. 

Lék Jóhann síðast deildarleik með Burnley á nýársdag, en hann hefur aðeins einu sinni leikið heilan deildarleik á leiktíðinni; í fyrsta leik tímabilsins gegn Southampton þar sem hann skoraði einnig sitt eina deildarmark til þessa. 

mbl.is