Pochettino skrifar undir hjá Tottenham

Mauricio Pochettino er faðir Maurizio.
Mauricio Pochettino er faðir Maurizio. AFP

Maurizio Pochettino hefur endurnýjað samning sinn við enska knattspyrnufélagið Tottenham en hann átti að verða samningslaus á morgun. Pochettino er sonur Mauricios, fyrrverandi knattspyrnustjóra liðsins.

Pochettino yngri er 19 ára kantmaður en hann gekk til liðs við unglingalið félagsins fyrir þremur árum, þegar faðir hans var þjálfari aðalliðsins. Hann hefur ekki enn spilað leik fyrir aðalliðið en þeir Erik Lamela, Lucas Moura, Heung-min son og Steven Bergwijn eru á undan honum í goggunarröðinni. Pochettino eldri var rekinn frá Tottenham á síðasta ári og José Mourinho tók við af honum.

Steven Bergwijn er einn þeirra sem er fyrir ofan Pochettino …
Steven Bergwijn er einn þeirra sem er fyrir ofan Pochettino í goggunarröðinni. AFP
mbl.is