Hagar sér eins og ekkert hafi ískorist

Jürgen Klopp stýrði Liverpool tol sigurs í ensku úrvalsdeildinni í …
Jürgen Klopp stýrði Liverpool tol sigurs í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn í þrjátíu ár. AFP

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, greindi frá því í þessum mánuði að félagið ætlaði sér ekki að eyða háaum fjárhæðum á félagaskiptamarkaðnum í sumar. Leikmenn eins og Timo Werner og Kalidou Koulibaly voru báðir sterklega orðaðir við Liverpool í vetur en Liverpool dró sig til að mynda út úr baráttunni um Werner og hann endaði að lokum hjá Chelsea.

Liverpool varð Englandsmeistari í fyrsta sinn í þrjátíu ár á fimmtudaginn síðasta þegar Manchester City misókst að leggja Chelsea að velli á Stamford Bridge í London en þrátt fyrir að Liverpool ætli sér að verja titilinn á næstu leiktíð mun Klopp ekki fjárfesta mikið í sumar. „Það veit enginn hvað gerist í framtíðinni,“ sagði Klopp í samtali við Sportsmail.

„Fyrir þremur mánuðum var ekki einu sinni öruggt að við værum að fara klára tímabilið. Núna hagar fólk sér eins og ekkert hafi ískorist. Hvernig á maður að eyða peningum ef maður veit ekki hversu mikið maður hefur á milli handanna? Við viljum vinna fleiri titla og leikmannahópur liðsins er hungraður í titla.

Markmiðið er að halda áfram að ná árangri á Anfield og ég á ekki von á því að missa neina leikmenn. Kannski vitum við meira þegar líða fer á árið, hver veit, en ég er mjög ánægður með liðið mitt. Það eru margir öflugir leikmenn í hópnum og ég treysti ungu strákunum fullkomlega til þes að koma inn af krafti ef einhver meiðist,“ bætti Klopp við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert