Leikur ekki meira með Liverpool

Joel Matip í leiknum gegn Everton á dögunum.
Joel Matip í leiknum gegn Everton á dögunum. AFP

Miðvörðurinn öflugi Joel Matip leikur ekki með Liverpool í síðustu sjö umferðum ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu vegna meiðsla á fæti.

Þetta er staðfest á heimasíðu félagsins. „Ég verð ekki meira með á þessu tímabili en ég vona að ég geti hjálpað liðinu frá byrjun nýs tímabils,“ segir Matip á heimasíðunni en hann meiddist í markalausa leiknum gegn Everton um fyrri helgi.

Matip, sem er 28 ára gamall Kamerúni, missti af stórum hluta tímabilsins vegna meiðsla og náði aðeins að spila níu leiki í úrvalsdeildinni.

mbl.is