Ancelotti stefnir á Evrópusæti með Everton

Carlo Ancelotti kallar á sína menn í leik Everton og …
Carlo Ancelotti kallar á sína menn í leik Everton og Leicester í dag. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson og samherjar í Everton eygja möguleika á Evrópusæti eftir sigurinn á Leicester í ensku úrvalsdeildinni í dag, 2:1, og knattspyrnustjórinn Carlo Ancelotti gefur þann möguleika alls ekki upp á bátinn þó liðið sé enn í ellefta sæti þrátt fyrir sigurinn.

„Það eru mörg lið sem enn eiga möguleika, við erum ánægðir með að vera eitt af þeim og vonandi tekst okkur að vera með í þeirri baráttu fram á síðustu mínútu í síðasta leiknum," sagði Ancelotti við Sky Sports.

„Liðsandinn er góður, við erum einbeittir og ákveðnir. Við eigum virkilega erfiðan leik fyrir höndum gegn Tottenham, en um leið afar spennandi leik, svo við verðum að vera klárir í slaginn þegar að honum kemur," sagði Ancelotti en sá leikur fer fram í London á mánudagskvöldið kemur.

mbl.is