Gylfi aftur í byrjunarliði Everton

Gylfi Þór Sigurðsson í leik Everton og Liverpool á dögunum.
Gylfi Þór Sigurðsson í leik Everton og Liverpool á dögunum. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson er kominn á ný í byrjunarlið Everton eftir að hafa komið inn á sem varamaður í fyrstu tveimur leikjum liðsins eftir kórónuveiruhléið en leikur Everton og Leicester í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er nýhafinn á Goodison Park.

Gylfi er á miðjunni við hlið Andrés Gomes en Everton leikur 4-4-2 eins og jafnan eftir að Carlo Ancelotti tók við liðinu.

Á sama tíma hófust leikir Arsenal  Norwich og Bournemouth  Newcastle en West Ham mætir Chelsea í kvöld.

mbl.is