Gylfi svellkaldur á punktinum (myndskeið)

Gylfi Þór Sig­urðsson skoraði annað mark Evert­on í dag í góðum heima­sigri á Leicester í ensku úr­vals­deild­inni í knatt­spyrnu á Good­i­son Park, 2:1. 

Þetta er fyrsta mark Gylfa í deild­inni í átta og hálf­an mánuð en hann skoraði síðast gegn West Ham í ní­undu um­ferðinni 19. októ­ber.

Evert­on lyfti sér með sigr­in­um upp í 11. sætið með 44 stig og er nú aðeins tveim­ur stig­um frá sjö­unda sæt­inu. Leicester nær enn ekki að vinna eft­ir hléið en sit­ur áfram í þriðja sæt­inu með 55 stig. 

Markið hjá Gylfa og önnur tilþrif leiksins má sjá hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is