Tottenham vill fá danska miðjumanninn

Pierre-Emile Hojbjerg í baráttunni við Nicolas Pépé í leik liðanna …
Pierre-Emile Hojbjerg í baráttunni við Nicolas Pépé í leik liðanna í lok júní. AFP

Danski miðjumaðurinn Pierre-Emile Höjberg ætlar sér að yfirgefa enska knattspyrnufélagið Southampton í sumar en hann hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning við félagið. Núverandi samningur hans við Southampton rennur út næsta sumar og því þarf Southampton að selja hann í sumar, ef þeir ætla sér að fá eitthvað fyrir leikmanninn.

Höjberg hefur verið fyrirliði Southampton, undanfarin tvö tímabil, en hann gekk til liðs við félagið frá Bayern München árið 2016. Hann hefur verið orðaður við stærri lið í ensku úrvalsdeildinni að undanförnu en Telegraph greinir frá því að  Tottenham sé eitt þeirra liða sem sé mjög áhugasamt um leikmanninn.

Höjberg verður 25 ára gamall í ágúst en ef Tottenham ætlar sé að fá danska miðjumanninn þá verður félagið fyrst að selja leikmenn til þess að fjármagna kaupin. Höjberg er metinn á um 12 milljónir punda en Telegraph greinir frá því að Southampton gæti verið tilbúið að selja hann fyrir 10 milljónir punda vegna efnahagsástandsins sem skapast hefur vegna kórónuveirunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert