Atvikið sem gerði Mourinho brjálaðan (myndskeið)

Sheffield United vann nokkuð óvænt­an 3:1-sig­ur á Totten­ham í ensku úr­vals­deild­inni í fót­bolta í kvöld. Komst Sheffield í 3:0, áður en Totten­ham minnkaði mun­inn í lok­in.

Sheffield er í sjö­unda sæti deild­ar­inn­ar með 47 stig og Totten­ham í ní­unda sæti með 45 stig.

José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, var allt annað en sáttur við atvik sem átti sér stað mínútu eftir að Sheffield United skoraði fyrsta mark leiksins er Harry Kane skoraði mark sem fékk ekki að standa. Var markið dæmt af vegna hendi og má sjá dóminn og viðbrögð Mourinho í meðfylgjandi myndskeiði. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is