Gylfa hrósað fyrir frammistöðuna

Gylfi Þór Sigurðsson skorar úr vítaspyrnunni.
Gylfi Þór Sigurðsson skorar úr vítaspyrnunni. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði langþráð mark er hann kom Everton í 2:0 í sigri liðins á Leicester í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöldi. Lokatölur urðu 2:1 og annar sigur Gylfa og félaga í deildinni í röð staðreynd. 

Gylfa er hrósað fyrir frammistöðu sína í leiknum á Liverpool Echo og fékk hann 7 af 10 mögulegum í einkunn. 

„Gylfi var sallarólegur þegar hann skoraði af vítapunktinum og kom liðinu í 2:0 í hálfleik þar sem hann spilaði virkilega vel. Seinni hálfleikurinn var ekki eins góður, en Gylfi færði liðinu mikið,“ segir í umfjöllun miðilsins um Gylfa. 

mbl.is