Allt annað að sjá United (myndskeið)

Manchester United vann 3:0-sigur gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í Brighton þann 30. júní síðastliðinn en sigur United var afar sannfærandi. Mason Greenwood kom United yfir snemma í fyrri hálfleik og Bruno Fernandes bætti við öðru marki United eftir hálftíma leik. Fernandes innsiglaði svo sigurinn með marki í upphafi síðari hálfleiks.

United er á miklu skriði en liðið er taplaust síðan í lok janúar. Þá var United að vinna sinn þriðja leik í röð í öllum keppnum en Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans á Síminn Sport, ræddi lið United í Vellinum við sérfræðinga þáttarins, þá Bjarna Þór Viðarsson og Eið Smára Guðjohnsen.

„Það sem að hjálpar sóknarmönnum United er sú staðreynd að þeir eru með þrjá miðjumenn fyrir aftan sig sem eru mjög duglegir að skapa eitthvað fyrir þá,“ sagði Eiður Smári. „Jafnvægið á liðinu er allt annað núna en það var fyrir áramót sem dæmi þegar Matic var með Scott McTomnay og Pereira sem dæmi fyrir framan sig,“ bætti Eiður við.

„Þeir eiga líka leikmenn eins og Daniel James algjörlega inni en hann byrjaði tímabilið mjög vel,“ sagði Bjarni Þór Viðarsson. „Hann hefur kannski dalað aðeins en það er klárlega auðveldara fyrir Matic að vera með þá Paul Pogba og Bruno Fernandes fyrir framan sig hedur en hina tvo leikmennina,“ sagði Bjarni ennfremur.

 
Leikur Brighton og Manchester United var í beinni útsendingu á Síminn Sport.

Bruno Fernandes skoraði tvívegis fyrir United gegn Brighton á þriðjudaginn …
Bruno Fernandes skoraði tvívegis fyrir United gegn Brighton á þriðjudaginn síðasta. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert