Falsfrétt frá Englandi?

Bruno Fernandes og Paul Pogba fagna marki þess fyrrnefnda gegn …
Bruno Fernandes og Paul Pogba fagna marki þess fyrrnefnda gegn Brighton í vikunni. AFP

Enski miðillinn Mirror greindi frá því í gær að knattspyrnumennirnir Bruno Fernandes og Paul Pogba hefðu lent í samstuði á æfingu liðsins í gær og væru báðir meiddir. Fleiri enskir miðlar birtu svo fréttina, þar á meðal Sportsmail og Star en ekki var fjallað um meiðslin hjá Sky Sports né BBC.

Twitter-síðan MUFC Schoop greinir frá því í dag að fréttaflutningur Mirror sé að öllum líkindum byggður á falsfrétt sem birtist fyrst á vefmiðlinum Socceronsunday.com sem þykir ekki áreiðanlegasti miðillinn í bransanum en þar kemur fram að Fernandes og Pogba verði báðir frá út tímabilið.

Mál þeirra Fernandes og Pogba munu að öllum líkindum skýrast í dag eða á morgun en Mirror greindi fyrst frá því að leikmennirnir hefðu lent í samstuði á æfingu og myndu að öllum líkindum missa af næsta deildarleik United sem er gegn Bournemouth, síðar í dag.

mbl.is