Fjórði sigur Arsenal í röð

Joe Willock og Alexandre Lacazetta fagna seinna marki leiksins.
Joe Willock og Alexandre Lacazetta fagna seinna marki leiksins. AFP

Arsenal vann sinn fjórða sigur í röð í öllum keppnum er liðið lagði Wolves, 2:0, á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Munar nú þremur stigum á liðunum, Wolves er í sjötta sæti með 52 stig og Arsenal í sjöunda sæti með 49 stig. 

Fyrri hálfleikur var rólegur framan af en Arsenal var með 1:0-forystu í hálfleik þar sem Bukayo Saka skoraði á 43. mínútu. Adama Traoré fékk gott tækifæri til að jafna í seinni hálfleik en hann vippaði boltanum yfir markið einn gegn Emiliano Martínez  í marki Arsenal. 

Gestirnir refsuðu því Joe Willock átti góða sendingu á varamanninn Alexandre Lacazette á 86. mínútu og Frakkinn þakkaði fyrir sig og skoraði, stöngin inn og þar við sat. 

Wolves 0:2 Arsenal opna loka
90. mín. Granit Xhaka (Arsenal) fær gult spjald Hendir sér í tveggja fóta í uppbótartíma í stöðunni 2:0. Kjánalegt.
mbl.is