Leikur United og Bournemouth sýndur beint á mbl.is

Manchester United fær Bournemouth í heimsókn í dag.
Manchester United fær Bournemouth í heimsókn í dag. AFP

Viður­eign Manchester United og Bournemouth í ensku úr­vals­deild­inni í knatt­spyrnu hefst klukk­an 14 á Old Trafford í Manchester og er leik­ur­inn sýnd­ur beint hér á mbl.is.

Beina út­send­ing­in er frá og með kl. 13:30 á vef mbl.is um enska fótboltann en leik­ur­inn er jafn­framt sýnd­ur á Sím­an­um Sport eins og flestall­ir leik­ir ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar.

Mikið er í húfi hjá báðum liðum því United er í harðri bar­áttu um Evr­óp­u­sæti á meðan lið Bournemouth berst fyr­ir lífi sínu í gríðarlega harðri fall­bar­áttu deild­ar­inn­ar.

mbl.is