Loksins sigur hjá Leicester eftir hlé (myndskeið)

Leicester sigraði Crystal Palace 3:0 á King Power-vellinum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Leicester er þá með 58 stig í þriðja sæti, en sigurinn var sá fyrsti síðan keppni í deildinni hófst á ný eftir kórónuveiruhlé. 

Kelechi Ihenacho skoraði fyrsta mark Leicester gegn Palace og Jamie Var­dy hin tvö. Fyrra mark Var­dy var hans 100. mark í úr­vals­deild­inni.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is