Fyrsti sigur Liverpool eftir meistaratitilinn

Sadio Mané fagnar fyrra marki leiksins.
Sadio Mané fagnar fyrra marki leiksins. AFP

Englandsmeistarar Liverpool unnu sinn fyrsta leik eftir að titilinn var í höfn er liðið lagði Aston Villa á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag, 2:0. 

Staðan eftir afar rólegan fyrri hálfleik var markalaus og gekk illa hjá báðum liðum að skapa sér færi. Það hélt áfram framan af í seinni hálfleik, en Liverpool skoraði loksins fyrsta markið á 70. mínútu. 

Naby Keita sendi á Sadio Mané í teignum og Mané skilaði boltanum í slánna og inn. Var staðan 1:0 þar til á lokamínútunni þegar hinn 19 ára gamli Curtis Jones skoraði sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni eftir undirbúning Mo Salah. 

Fleiri urðu mörkin ekki og Liverpool fagnaði fyrsta sigrinum og fyrstu mörkunum eftir að Englandsmeistaratitilinn var í höfn. 

Liverpool er með 89 stig, 23 stigum meira en Manchester City í öðru sæti. Villa er í átjánda sæti, einu stigi frá Watford sem er í síðasta örugga sæti deildarinnar. 

Liverpool 2:0 Aston Villa opna loka
90. mín. Jack Grealish (Aston Villa) á skot sem er varið Skyndilega er Grealish kominn í mjög gott færi, hann gerir allt rétt en Alisson ver stórglæsilega.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert