Þriðja tap City á útivelli í röð

Leikmenn Southampton fagna sigurmarki Che Adams í dag.
Leikmenn Southampton fagna sigurmarki Che Adams í dag. AFP

Che Adams reyndist hetja Southampton þegar liðið fékk Manchester City í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á St. Mary's-völlinn í Southampton í kvöld. Leiknum lauk með 1:0-sigri Southampton en Adams skoraði sigurmark leiksins á 16. mínútu.

Markið kom eftir vandræðagang í vörn City en Oleksandr Zinchenko tapaði þá boltanum á klaufalegum stað. Che Adams lét vaða á marki af fjörutíu metra færi og boltinn fór yfir Ederson í marki City og í netið.

Southampton fer með sigrinum upp í þrettánda sæti deildarinnar í 43 stig en City er áfram í öðru sæti deildarinnar með 66 stig, 8 stigum meira en Leicester sem er í þriðja sæti deildarinnar.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Southampton 1:0 Man. City opna loka
90. mín. +5 mínútur í uppbótartíma.
mbl.is