Loksins orðinn atvinnumaður hjá Liverpool

Harvey Elliott í leik Liverpool og Crystal Palace í síðasta …
Harvey Elliott í leik Liverpool og Crystal Palace í síðasta mánuði. AFP

Hinn ungi og efnilegi knattspyrnumaður Harvey Elliott hefur skrifað undir sinn fyrsta atvinnusamning við ensku meistarana Liverpool, enda þótt hann hafi þegar leikið átta leiki með aðalliði félagsins, tvo þeirra í úrvalsdeildinni en hina sex í bikarkeppnunum.

Elliott kom til Liverpool frá Fulham sumrið 2019 en hann mátti fyrsta skrifa undir atvinnusamning 4. apríl, þegar hann varð sautján ára. Liverpool tilkynnti í dag að nú hefði verið formlega gengið frá samningnum.

mbl.is