Mikill Evrópuslagur fram undan

Manchester City tapaði stigum í gær.
Manchester City tapaði stigum í gær. AFP

Slagurinn um sæti í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeild UEFA verður geysiharður í síðustu fimm umferðum ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, miðað við þá stöðu sem nú er í deildinni.

Liverpool er eina liðið sem hefur tryggt sér Meistaradeildarsæti, sem enskur meistari. Manchester City væri allajafna komið með níu fingur á annað sætið en þar sem félagið er komið í tveggja ára Evrópubann bendir allt til þess að fimmta sætið, þar sem Manchester United situr eftir 5:2-sigur á Bournemouth á laugardaginn, verði fjórða og síðasta Meistaradeildarsæti Englands. Ekki nema Alþjóðaíþróttadómstóllinn taki áfrýjun City til greina.

Þrjú ensk lið fara í Evrópudeildina, bikarmeistararnir og liðið í fimmta og sjötta sæti, en vegna City-málsins, og vegna þess að þau fjögur lið sem eftir eru í bikarnum eru öll í sjö efstu sætum deildarinnar, bendir allt til þess að áttunda sætið, þar sem Sheffield United situr nú, verði Evrópusæti.

Sjáðu greinina um enska boltann í heild sinni í Morgunblaðinu sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »