Berð ekki stuðningsmenn Liverpool saman við aðra (myndskeið)

Joe Gomez, varn­ar­maður enska knatt­spyrnu­fé­lags­ins Li­verpool, var gest­ur í Vell­in­um sem var á dag­skrá Sím­ans Sport í gærkvöldi eft­ir leik Totten­ham og Evert­on. Tóm­as Þór Þórðar­son, rit­stjóri enska bolt­ans og um­sjón­ar­maður Vall­ar­ins, ræddi meðal ann­ars við Gomez um Eng­lands­meist­ara­titil­inn og mik­il­vægi stuðnings­manna Li­verpool.

„Það er erfitt að átta sig á því, án stuðnings­mann­anna á vell­in­um, hversu miklu máli Eng­lands­meist­ara­titil­inn skipt­ir fé­lagið,“ sagði Joe Gomez. „Við erum fyrst og fremst stolt­ir af þessu af­reki okk­ar en þegar allt kem­ur til alls þá för­um við út á völl­inn í hverri viku og leggj­um okk­ur alla fram fyr­ir stuðnings­menn fé­lags­ins fyrst og fremst.

Það er ekki hægt að bera stuðnings­menn Li­verpool sam­an við aðra. Þeir eru ein­fald­lega bestu stuðnings­menn í heimi og þess vegna er svo gríðarlega svekkj­andi að geta ekki fagnað Eng­lands­meist­ara­titl­in­um með stuðnings­mönn­um fé­lags­ins en von­andi fáum við tæki­færi til þess einn dag­inn,“ bætti varnarmaðurinn við en viðtalið allt má horfa á í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

mbl.is