Chelsea að vinna kapphlaupið

Kai Havertz
Kai Havertz AFP

Enska knattspyrnufélagið Chelsea er að vinna kapphlaupið um einn eftirsóttasta leikmann heims, Kai Havertz, en sóknarmaðurinn er 21 árs og í sigtinu hjá mörgum af stærstu liðum Evrópu.

Rudi Völler, yf­ir­maður knatt­spyrnu­mála hjá Bayer Leverkusen, staðfesti í samtali við Bild á dögunum að Havertz er frjálst að yfirgefa félagið, berist því gott tilboð. Hann hef­ur verið orðaður við lið á borð við Li­verpool, Manchester United, Chel­sea og Real Madrid á Spáni að und­an­förnu. Þrátt fyr­ir ung­an ald­ur á hann að baki 147 leiki fyr­ir fé­lagið í öll­um keppn­um þar sem hann hef­ur skorað 44 mörk og lagt upp 31 mark fyr­ir liðsfé­laga sína. Þá hef­ur hann leikið sjö lands­leiki fyr­ir Þýska­land þar sem hann hef­ur skorað eitt mark.

Leverkusen er sagt vilja 100 milljónir evra fyrir leikmanninn sem er uppalinn hjá félaginu en hann sjálfur er sagður ætlar taka ákvörðun um framtíð sína þegar ensku úrvalsdeildinni er lokið. Heimildir Goal og The Mirror herma að Havertz vilji aðeins ganga til liðs við Chelsea ef Lundúnaliðinu tekst að vinna sér inn sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Chelsea er í 4. sæti, tveimur stigum fyrir ofan Manchester United í fimmta sætinu, þegar fimm leikir eru eftir.

mbl.is