Chelsea upp í þriðja sætið eftir markaleik

Olivier Giroud kemur Chelsea yfir.
Olivier Giroud kemur Chelsea yfir. AFP

Chelsea fór upp fyrir Leicester og upp í þriðja sætið í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta með 3:2-sigri á Crystal Palace á útivelli í kvöld. 

Chelsea byrjaði afar vel og Olivier Giroud skoraði strax eftir sex mínútur. Rúmlega 20 mínútum síðar bætti Christian Pulisic við marki, en Wilfried Zaha minnkaði muninn á 34. mínútu með skoti af löngu færi og  var staðan í hálfleik 2:1. 

Gestirnir náðu aftur tveggja marka forskoti þegar varamaðurinn Tammy Abraham skoraði á 71. mínútu en aðeins mínútu síðar minnkaði Christian Benteke muninn, 3:2 og þar við sat. 

Chelsea er með 60 stig, sex stigum á eftir Manchester City í öðru sæti og tveimur stigum á undan Leicester sem leikur við Arsenal síðar í kvöld. Crystal Palace er í fjórtánda sæti með 42 stig. 

Norwich er nánast fallið eftir 1:2-tap fyrir Watford á útivelli. Emilíano Buendía kom Norwich yfir á fjórðu mínútu en sex mínútum síðar jafnaði Craig Dawson og var staðan í hálfleik 1:1. Danny Welbeck tryggði Watford 2:1-sigur með eina marki seinni hálfleiks á 55. mínútu. 

Watford er í 17. sæti með 31 stig, fjórum stigum fyrir ofan fallsæti, en Norwich er í neðsta sæti með 21 stig, tíu stigum frá öruggu sæti þegar fjórar umferðir eru eftir. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Crystal Palace 2:3 Chelsea opna loka
90. mín. Luka Milivojevic (Crystal Palace) fer af velli
mbl.is