Mourinho næstur á eftir Sir Alex

José Mourinho blikkar til Graham Scott, dómara, í gærkvöldi.
José Mourinho blikkar til Graham Scott, dómara, í gærkvöldi. AFP

Portúgalski knattspyrnustjórinn José Mourinho varð í gærkvöldi fimmti stjórinn til að vinna 200 leiki í ensku úrvalsdeildinni en aðeins einum tókst að gera það í færri leikjum en Portúgalanum geðþekka.

Mourinho hefur stýrt liðum í úrvalsdeildinni í 326 leikjum. Hann vann 140 leiki með Chelsea, 50 með Manchester United og þá var 1:0-sigurinn á Everton í gærkvöldi hans tíundi með Tottenham.

Sir Alex Ferguson vann 200 leiki í úrvalsdeild í 322 leikjum og var því örlítið fyrri til en þeir tveir eru í hópi þeirra Arsene Wenger, David Moyes og Harry Redknapp sem hafa unnið 200 leiki frá því að deildin fékk nafnið úrvalsdeild árið 1992.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert