Neville skrifar undir hjá Manchester United

Sonur Phil Neville hefur fetað í fótspor föður síns og …
Sonur Phil Neville hefur fetað í fótspor föður síns og skrifað undir hjá Manchester United. AFP

Knattspyrnumaðurinn Harvey Neville hefur skrifað undir atvinnumannasamning við Manchester United en hann er sonur Phil Neville, sem spilaði með United og Everton í ensku úrvalsdeildinni um árabil.

Harvey er 18 ára gamall varnarmaður og hefur hann spilað með yngri liðum Manchester-liðsins undanfarin ár. Þá hefur hann einnig spilað fyrir U19 ára landslið Írlands. Faðir hans Phil spilaði með United á árunum 1994 til 2005 og föðurbróðir hans, Gary, spilaði með United allan sinn feril, yfir 600 leiki á árunum 1992 til 2011.

mbl.is