Rautt spjald og dramatík í Evrópuslag (myndskeið)

Arsenal og Leicester skildu jöfn, 1:1, í ensku úr­vals­deild­inni í fót­bolta í kvöld. Er Leicester í fjórða sæti með 59 stig, einu stigi frá Chel­sea í þriðja sæti og Arsenal í sjö­unda sæti með 50 stig.

Framherjinn ungi Eddie Nketiah fékk beint rautt spjald hjá Arsenal í seinni hálfleik og nýtti Leicester liðsmuninn og jafnaði metin. 

Mörkin og rauða spjaldið má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is