Þrítugasti sigur Liverpool

Mohamed Salah fagnar með félögum sínum eftir að hafa skorað …
Mohamed Salah fagnar með félögum sínum eftir að hafa skorað sitt annað mark í Brighton í kvöld. AFP

Englandsmeistarar  Liverpool unnu í kvöld sinn þrítugasta sigur í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar þeir sóttu Brighton heim á suðurströndina og sigruðu 3:1.

Liverpool er komið með 92 stig og getur enn náð 104 stigum, takist liðinu að vinna alla fjóra leikina sem eftir eru.

Mohamed Salah og Jordan Henderson komu Liverpool í 2:0 á fyrstu átta mínútunum en Leandro Trossard lagaði stöðuna fyrir Brighton með marki í lok fyrri hálfleiks. 

Salah var aftur á ferðinni á 76. mínútu með sitt annað mark og tryggði sigur Liverpool. Brighton er áfram með 36 stig í fimmtánda sæti deildarinnar og í lítilli fallhættu.

mbl.is