Óvíst hvenær fyrirliði Liverpool snýr aftur

Jordan Henderson
Jordan Henderson AFP

Jordan Henderson, fyrirliði Englandsmeistara Liverpool, meiddist í 3:1-sigri liðsins gegn Brighton í úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Miðjumaðurinn enski fór af velli í síðari hálfleik eftir samstuð við varnarmann heimamanna.

„Ég veit ekki nákvæmlega hvað er að honum, þetta virtist vera hnéið. Við munum senda hann í myndatöku og sjá svo til,“ sagði Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, við Sky Sports strax að leik loknum.

Liverpool á fjóra leiki eftir af tímabilinu og óvíst hvort Henderson verði meira með í deildinni. 

mbl.is