Táningurinn spilar ekki meira

Billy Gilmour í leiknum gegn Crystal Palace.
Billy Gilmour í leiknum gegn Crystal Palace. AFP

Hinn 19 ára gamli Billy Gilmour, leikamaður Chelsea, mun ekki leika meira með liðinu á þessari leiktíð vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik liðsins við Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í gær. 

Fékk Gilmour högg snemma leiks, en hélt þrátt fyrir það áfram þangað til hann var tekinn af velli á 80. mínútu. Hefur Gilmour nýtt tækifærin sín með Chelsea vel og spilað vel á miðjunni. 

Hefur Skotinn spilað ellefu leiki á leiktíðinni, en hann lék sinn fyrsta leik með Chelsea í ágúst á síðasta ári. Þá verður Chelsea einnig án N'Golo Kanté næstu vikur vegna meiðsla. 

mbl.is