Tottenham átti ekki skot - Jafnt hjá Gylfa

Gylfi Þór Sigurðsson, lengst til hægri, í baráttunni í kvöld.
Gylfi Þór Sigurðsson, lengst til hægri, í baráttunni í kvöld. AFP

Bournemouth og Tottenham skildu jöfn, 0:0, er liðin mættust í Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Bournemouth var sterkari aðilinn og átti Tottenham ekki eitt einasta skot á markið. 

Josh King kom boltanum í mark Tottenham undir lokin en markið fékk ekki að standa þar sem framherjinn skoraði með hendinni. Er Tottenham í níunda sæti með 49 stig og Bournemouth í átjánda sæti með 28 stig. 

Á Goodison Park í Liverpool skildu Everton og Southampton jöfn, 1:1. James Ward-Prowse náði í vítaspyrnu á 28. mínútu, tók spyrnuna sjálfur en skaut í slánna. Það kom ekki að sök því Danny Ings kom Southampton yfir þremur mínútum síðar. 

Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á sem varamaður á 42. mínútu vegna meiðsla André Gomes og aðeins mínútu síðar jafnaði Richarlison. Ekkert var skorað í seinni hálfleik og fengu því bæði lið eitt stig. 

Everton er í ellefta sæti með 45 stig og Southampton í sætinu fyrir neðan með 44 stig. 

Enski boltinn í beinni opna loka
kl. 19:00 Leik lokið Bournemouth 0:0 Tottenham Þá er loks flautað af og liðin skipta með sér stigunum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert