Henderson verður ekki meira með

Jordan Henderson situr á vellinum eftir að hafa fengið högg …
Jordan Henderson situr á vellinum eftir að hafa fengið högg á hnéð í leiknum við Brighton. AFP

Jordan Henderson mun ekki leika síðustu fjóra leiki Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í  vegna meiðsla en knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp staðfesti þetta á heimasíðu félagsins fyrir stundu.

Hann meiddist í leiknum við Brighton á miðvikudagskvöldið og um hnémeiðsli er að ræða en vonir standa til að hann verði klár í slaginn þegar nýtt tímabil hefst. Það á að fara af stað 12. september.

Þá kom fram hjá Klopp að Dejan Lovren væri búinn að jafna sig af meiðslum og gæti komið við sögu í leiknum gegn Burnley á Anfield á morgun.

mbl.is