Viðurkenna þrenn mistök VAR í gær (myndskeið)

Bruno Fernandes liggur eftir atvikið.
Bruno Fernandes liggur eftir atvikið. AFP

Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa viðurkennt þrenn dómaramistök í leikjum gærdagsins. Tengdust mistökin öll vítaspyrnum sem annað hvort voru dæmdar eður ei. 

Bruno Fernandes náði í vítaspyrnu fyrir Manchester United gegn Aston Villa, þrátt fyrir að Fernandes virtist hafa brotið af sér, en ekki öfugt. 

Þá fékk Tottenham ekki vítaspyrnu þear Josh King ýtti augljóslega í bakið á Harry Kane innan teigs og loks fékk Southampton vítaspyrnu gegn Everton, en James Ward-Prowse skaut í slánna úr spyrnunni. 

Atvikin má sjá í myndskeiðunum hér fyrir neðan. 

mbl.is