Burnley sótti stig á Anfield

Jay Rodriguez fagnar jöfnunarmarki sínu á Anfield í dag.
Jay Rodriguez fagnar jöfnunarmarki sínu á Anfield í dag. AFP

Jay Rodriguez reyndist hetja Burnley þegar liðið heimsótti Englandsmeistara Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Anfield í dag. Leiknum lauk með 1:1-jafntefli en Rodriguez skoraði jöfnunarmark Burnley á 69. mínútu.

Liverpool var mun sterkari aðilinn í leiknum og fékk fjölda tækifæri til þess að skora en það var ekki fyrr en á 34. mínútu sem Andrew Robertson kom Liverpool yfir á 34. mínútu með laglegum skalla eftir sendingu frá Fabinho.

Rodriguez jafnaði metin með föstu skoti úr teignum en Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem varamaður í liði Burnley á 65. mínútu fyrir Erik Pieters og var Íslendingurinn ekki langt frá því að tryggja Burnley sigur þegar skot hans í teignum small í þverslánni.

Liverpool er með 93 stig þegar þrír leikir eru eftir af tímabilinu og getur liðið ennþá bætt stigamet deildarinnar sem Manchester City setti tímabilið 2017-18 þegr liðið náði í 100 stig. Burnley er í níunda sætinu með 50 stig.

Liverpool 1:1 Burnley opna loka
90. mín. Mohamed Salah (Liverpool) á skot sem er varið DAUÐAFÆRI! Salah með frítt skot í teignum en Það er lélegt og Pope handsamar knöttinn af öryggi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert