Leikur Liverpool og Burnley sýndur beint á mbl.is

Liverpool fær Burnley í heimsókn í dag.
Liverpool fær Burnley í heimsókn í dag. AFP

Viður­eign Liverpool og Burnley í ensku úr­vals­deild­inni í knatt­spyrnu hefst klukk­an 14 á Anfield í Liverpool og er leik­ur­inn sýnd­ur beint hér á mbl.is.

Beina út­send­ing­in er frá og með kl. 13:30 á vef mbl.is um enska fótboltann en leik­ur­inn er jafn­framt sýnd­ur á Sím­an­um Sport eins og flestall­ir leik­ir ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar.

Liverpool er fyrir nokkru búið að tryggja sér enska meistaratitilinn en liðið er með 92 stig þegar fjórir leikir eru eftir og á möguleika á að slá stigamet Manchester City sem er 100 stig. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar eru í tíunda sæti með 49 stig og eru komnir í  baráttu um sæti í Evrópudeildinni en líklegt er að áttunda sætið gefi keppnisrétt þar.

mbl.is