Skoraði fernu og felldi Norwich

Michail Antonio fagnar ásamt liðsfélögum sínum.
Michail Antonio fagnar ásamt liðsfélögum sínum. AFP

Michail Antonio, sóknarmaður enska knattspyrnufélagsins West Ham, gerði sér lítið fyrir og skoraði fernu fyrir liðið þegar West Ham heimsótti botnlið Norwich í ensku úrvalsdeildinni á Carrow Road í dag. Með tapinu er ljóst að Norwich er fallið. 

Antonio skoraði tvívegis í fyrri hálfleik og tvívegis í síðari hálfleik en leiknum lauk með 4:0-sigri West Ham. West Ham fer með sigrinum upp í sextánda sæti deildarinnar mep 34 stig, 6 stigum frá fallsæti, en Norwich er sem fyrr í botnsæti deildarinnar með 21 stig.

Þá reyndist Troy Deeney hetja Watford gegn Newcastle þegar liðin mættust á Vicarage Road þar sem lokatölur urðu 2:1. Dwight Gayle kom Newcastle yfir á 23. mínútu en Deeney jafnaði metin fyrir Watford með marki úr vítaspyrnu á 52. mínútu.

Deeney skoraði svo sigurmark leiksins á 82. mínútu og Watford fagnaði sigri. Watford er með 34 stig í sautjánda sæti deildarinnar, 6 stigum frá fallsæti. en Newcastle er í þrettánda sætinu með 43 stig.

Troy Deeney skoraði bæði mörk Watford.
Troy Deeney skoraði bæði mörk Watford. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert