Endurkoma Tottenham í grannaslagnum

Leikmenn Tottenham fagna sigurmarkinu.
Leikmenn Tottenham fagna sigurmarkinu. AFP

Tottenham hafði betur gegn Arsenal á heimavelli í grannaslag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag, 2:1. 

Alexandre Lacazette kom Arsenal yfir á 16. mínútu með stórglæsilegu marki, en Frakkinn negldi boltanum upp í samskeytin af rúmlega 20 metra færi. Aðeins þremur mínútum síðar jafnaði Heung-Min Son hinsvegar eftir slæm mistök í vörn Arsenal og staðan í hálfleik var 1:1. 

Jafnræði var með liðunum í seinni hálfleik en það voru heimamenn sem skoruðu sigurmarkið á 81. mínútu. Toby Alderweireld skallaði þá boltann í netið af stuttu færi eftir hornspyrnu Heung-Min Son og þar við sat. 

Tottenham er í áttunda sæti deildarinnar með 52 stig og Arsenal í níunda sæti með 50 stig. 

Tottenham 2:1 Arsenal opna loka
90. mín. Bukayo Saka (Arsenal) fær gult spjald Kastar boltanum í burtu eftir brot.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert