Fimm marka veisla í Bournemouth (myndskeið)

Bournemouth gerði sér lítið fyrir og vann öruggan sigur gegn Leicester þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Vitality-vellinum í Bournemouth í dag.

Leiknum lauk með 4:1-sigri Bournemouth en Dominoc Solanke skoraði tvö mörk fyrir Bournemouth og þá var Junior Stanislas á skotskónum fyrir Bournemouth. Jonny Evans, varnarmaður Leicester varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Jamie Vardy skoraði eina mark Leicester í leiknum en Caglar Söyüncü, varnarmaður Leicester, fékk að líta rauða spjaldið á 67. mínútu í stöðunni 2:1, og róðurinn því ansi þungur fyrir Leicester það sem eftir lifði leiks.

Leikur Bournemouth og Leicester var í beinni útsendingu á Síminn Sport.

Leikmenn Bournemouth fögnuðu vel og innilega í leikslok.
Leikmenn Bournemouth fögnuðu vel og innilega í leikslok. AFP
mbl.is