Gylfa og félögum skellt (myndskeið)

Wolves hafði betur gegn Everton, 3:0, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Var staðan í hálfleik 1:0 og bætti Wolves við tveimur mörkum í seinni hálfleik.

Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn á miðjunni hjá Everton, en hann gat ekki komið í veg fyrir slæmt tap. 

Wolves er í sjötta sæti deildarinnar með 55 stig og Everton í ellefta sæti með 45 stig. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is