Gylfi snýr aftur í byrjunarliðið

Gylfi Þór Sigurðsson skorar úr vítaspyrnu gegn Leicester.
Gylfi Þór Sigurðsson skorar úr vítaspyrnu gegn Leicester. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson er í byrjunarliði Everton sem heimsækir Wolves í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en leikurinn hefst klukkan 11. Gylfi er í byrjunarliði í þriðja sinn af sex leikjum síðan keppni hófst aftur vegna kórónuveirunnar.

Íslenski landsliðsmaðurinn var á varamannabekk Everton í fyrstu tveimur leikjunum eftir hlé, markalausu jafntefli gegn Liverpool og 1:0-útisigri gegn Norwich en hann kom inn á í báðum leikjum. Hann var svo í byrjunarliði gegn Leicester og skoraði úr vítaspyrnu í 2:1-sigri og aftur byrjaði hann í 1:0-tapi gegn Tottenham í síðustu viku.

Aftur var Gylfi kominn á bekkinn á fimmtudaginn þegar Everton gerði 1:1-jafntefli gegn Southampton en hann byrjar í dag og verður að hjálpa félögum sínum til sigurs, ætli þeir áfram að eiga veika von á Evrópusæti. Everton er í 11. sæti með 45 stig en Woves er í 7. sæti með 52 stig þegar fjórar umferðir eru eftir.

mbl.is