Tólf ára handtekinn fyrir kynþáttaníð

Wilfried Zaha
Wilfried Zaha AFP

Lögreglan í Vestur-Miðhéruðum á Englandi hefur handtekið tólf ára dreng fyrir kynþáttaníð í garð Wilfried Zaha knattspyrnumanns hjá Crystal Palace. 

Zaha birti skjáskot af skilaboðum drengsins á Twitter í morgun. Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar eru nýbúnir að setja á laggirnar nefnd sem skoðar níð sem knattspyrnumenn verða fyrir á netinu. 

„Það er mjög dapurt að leikmaður vaknar og þetta er það fyrsta sem hann sér. Það var rétt hjá Zaha að láta vita af þessu. Hann á að láta í sér heyra. Það er mjög gott að félagið okkar, Aston Villa og enska deildin leggja hart af sér til að finna þá einstaklinga sem haga sér svona,“ sagði Roy Hodgson, knattspyrnustjóri Crystal Palace eftir 0:2-tap liðsins gegn Aston Villa í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert