Vissi að Son myndi vippa boltanum (myndskeið)

Tottenham hafði betur gegn Arsenal í baráttunni um norður-Lundúnir þegar liðið mættust í nágrannaslag ensku úrvalsdeildarinnar á Tottenham Hotspur-vellinum í London í dag. Leiknum lauk með 2:1-sigri Tottenham en það var Toby Alderweireld, miðvörður Tottenham, sem skoraði sigurmark leiksins á 81. mínútu.

Alexandre Lacazette kom Arsenal yfir á 16. mínútu en Son Heung-Min jafnaði metin fyrir Totteham, þremur mínútum síðar, með laglegri vippu. Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans, ræddi leikinn við Robbie Keane, fyrrverandi framherja Tottenham í leikslok en Keane lék 306 leiki fyrir félagið á árunum 2002 til ársins 2011.

„Ég er mjög hamingjusamur með þennan sigur,“ sagði Robbie Keane í samtali við Tómas Þór Þórðarson, ritsjóra enska boltans. „Seinni hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað en fyrri hálfleikurinn var frábær skemmtun og við fengum tvö glæsileg mörk. Markið hjá Alexandre Lacazette var í algjörum heimsklassa.

Markið hjá Son var líka frábærlega afgreitt en sem framherji þá vissi ég að Son myndi reyna að vippa boltanum. Hann kemur á markmanninn úr þannig stöðu að markmaðurinn var alltaf að fara henda sér á boltann. Það kom því þess vegna ekkert annað til greina en að láta reyna á vippuna og það tókst svo sannarlega,“ sagði Keane meðal annars.

Son Heung-Min var fljótur að jafna metin fyrir Tottenham gegn …
Son Heung-Min var fljótur að jafna metin fyrir Tottenham gegn Arsenal í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert