Ætla opna veskið eftir gleðitíðindin

Manchester City varð Englandsmeistari í fyrra.
Manchester City varð Englandsmeistari í fyrra. AFP

Forráðamenn Manchester City ætla að opna veskið í sumar og leyfa Pep Guardiola, knattspyrnustjóra liðsins, að kaupa leikmenn í sumar eftir að Evrópubann félagsins var aflétt í dag.

City hafði áður verið dæmt í tveggja ára bann frá Meistaradeild Evrópu vegna brota á fjárhagsreglum UEFA en Alþjóða íþróttadómstóllinn tók áfrýjun City til greina og aflétti banninu. Telegraph segir frá því að félagið muni því versla í sumar, enda verður það ekki af tekjunum sem fást fyrir að spila í Meistaradeildina og þá verður auðveldara að lokka leikmenn til liðsins.

Varnarmaðurinn Kalidou Koulibaly, sem spilar með Napoli á Ítalíu, er sagður efstur á óskalista City en félagið gæti keypt allt að fimm nýja leikmenn. Varnarmennirnir Nathan Aké hjá Bournemouth og Milan Skriniar hjá Inter Mílanó eru einnig nefndir til sögunnar, ásamt þeim Jack Grealish, Saúl Niguez og Ben Chilwell.

mbl.is