Áfall í fallbaráttunni

Nathan Aké haltrar af velli um helgina.
Nathan Aké haltrar af velli um helgina. AFP

Hol­lend­ing­ur­inn Nath­an Aké, sem marg­ir telja einn af bestu miðvörðum ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar í knatt­spyrnu, leik­ur ekki meira með Bour­nemouth á tímabilinu.

Eddie Howe knatt­spyrn­u­stjóri Bour­nemouth upp­lýsti um þetta á frétta­manna­fundi sínum í gær en varnarmaðurinn meiddist í 4:1-sigri liðsins gegn Leicester um helgina. Sigurinn var Bournemouth lífsnauðsynlegur en liðið er í fallsæti, þremur stigum frá því að bjarga sér þegar þrjár umferðir eru eftir.

Bournemouth mætir Manchester City á miðvikudaginn, Southampton um helgina og svo Everton í lokaumferðinni en Aké verður fjarri góðu gamni eftir að hafa farið meiddur af velli í hálfleik gegn Leicester. Það er áfall fyrir liðið enda hefur hann verið besti leikmaður liðsins í vetur.

Aké hef­ur verið tals­vert orðaður við stóru liðin í deild­inni og talið er að bæði Chel­sea og Manchester City hafi mik­inn áhuga á að fá hann í sín­ar raðir. Aké, sem er 25 ára og hef­ur leikið 13 lands­leiki fyr­ir Hol­land, var í röðum Chel­sea í sex ár en fékk aðeins tæki­færi í sjö leikj­um í úr­vals­deild­inni og var lánaður til Bour­nemouth árið 2016 og gekk al­farið til liðs við fé­lagið ári síðar.

Nathan Aké hefur verið einn besti varnarmaður deildarinnar.
Nathan Aké hefur verið einn besti varnarmaður deildarinnar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert