Eiður Smári: Þetta er algjör skellur (myndskeið)

Manchester United mistókst að skella sér í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu en jafntefli liðsins gegn Southampton í kvöld var til umræðu í þætt­in­um Völl­ur­inn á Sím­inn Sport þar sem þeir Eiður Smári Guðjohnsen og Bjarni Þór Viðars­son voru gest­ir Tóm­as­ar Þórs Þórðar­son­ar.

„Þetta er algjör skellur, sérstaklega ef þeir líta á liðin í kringum sig. Bæði Chelsea og Leicester tapa og þetta var kjörið tækifæri til að loksins koma sér upp í þriðja sætið,“ sagði Eiður Smári um leikinn en Southampton kreisti fram jafntefli á Old Trafford, 2:2, með því að skora seint í uppbótartíma leiksins.

„Svo má líka horfa á þetta þannig að þeir eru eina liðið sem tók stig í þessari umferð, þannig að þetta er ekki alveg glatað!“ bætti hann við en Chelsea tapaði 3:0 gegn Sheffield United og Leicester 4:1 gegn Bournemouth í umferðinni. Umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Anthony Martial gengur hnugginn af velli í kvöld.
Anthony Martial gengur hnugginn af velli í kvöld. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert