Einn leikmaður sendur í sóttkví í dag

Einn leikmaður hefur greinst með veiruna á síðustu sjö dögum.
Einn leikmaður hefur greinst með veiruna á síðustu sjö dögum. AFP

Einn leikmaður í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu var í dag sendur í sóttkví eftir að hafa greinst jákvæður fyrir kórónuveirunni.

Hann var sá eini af 2.071 leikmönnum og starfsmönnum ensku liðanna sem greindist þannig í síðustu skimun, sem var sú þrettánda í röðinni hjá ensku liðunum eftir að æfingar og keppni hófust á ný í sumar og var tekin frá mánudegi til sunnudags.

Í vikunni þar á undan var ekkert jákvætt smit í deildinni en samtals hafa 20 leikmenn og starfsmenn verið greindir með veiruna eftir að skimanir hófust.

Ekki hefur verið gefið upp hver viðkomandi leikmaður er eða með hvaða liði hann leikur.

mbl.is