Jöfnuðu í uppbótartíma á Old Trafford

Anthony Martial fagnar ásamt Bruno Fernandes eftir að hafa komið …
Anthony Martial fagnar ásamt Bruno Fernandes eftir að hafa komið Manchester United í 2:1 í kvöld. AFP

Manchester United mistókst að ná þriðja  sætinu í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir jafntefli gegn Southampton, 2:2, á Old Trafford í kvöld.

Chelsea er áfram í þriðja sæti með 60 stig en Leicester og Manchester United eru í fjórða og fimmta sætinu með 59 stig þegar þremur umferðum er ólokið. Þriðja sæti gefur keppnisrétt í Meistaradeild Evrópu og nær öruggt er að fjórða sætið gerir það líka. Southampton er nú með 45 stig í 12. sætinu.

Stuart Armstrong kom Southampton yfir snemma leiks en Marcus Rashford og Anthony Martial svöruðu fyrir United um miðjan fyrri hálfleikinn, 2:1. Þannig var staðan fram í uppbótartíma leiksins þegar Michael Obafemi jafnaði fyrir Southampton og tvö dýrmæt stig runnu United úr greipum.

Þetta gerðist helst í leiknum:

90. Leik lokið.

90. Michael Obafemi jafnar fyrir Southampton á fimmtu mínútu í uppbótartíma

45. Hálfleikur og staðan er 2:1 fyrir Manchester United.

23. 2:1 - Anthony Martial kemur Manchester United yfir eftir sendingu frá Bruno Fernandes! Heldur betur viðsnúningur og þeir Rashford og Martial hafa nú skorað 21 mark hvor fyrir United á þessu tímabili. Þá er þetta 50. mark Martials í úrvalsdeildinni.

20. 1:1 - Marcus Rashford jafnar fyrir Manchester United eftir sendingu frá Antonio Martial.

12. 0:1 - Southampton tekur forystuna. Stuart Armstrong skorar.

1. Leikurinn er hafinn eftir einnar mínútu þögn til minningar um Jack Charlton, einn af heimsmeisturum Englands og bróður Bobby Charltons hjá Manchester United, sem lést á dögunum.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert