Áhugalausir Chelsea-menn (myndskeið)

Chelsea fékk skell þegar liðið heimsótti Sheffield United á Bramall Lane í Sheffield í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina. Leiknum lauk með 3:0-sigri Sheffield United en staðan að loknum fyrri hálfleiknum var 2:0. Það voru þeir David McGodrick, Oliver McBurnie og David McGodrick sem skoruðu mörk Sheffield í leiknum.

Varnarleikur Chelsea-manna í leiknum var afar slakur en Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri Enska boltans hjá Síminn Sport, ræddi leikinn í Vellinum við sérfræðinga þáttarins þá Bjarna Þór Viðarsson og Eið Smára Guðjohnsen en báðir voru þeir sammála um að varnarleikur Chelsea hefði verið langt frá því að vera boðlegur.

„Það eru bara margir leikmenn sem eru einfaldlega ekki á deginum sínum,“ sagði Bjarni Þór. „Menn eru ekki að dekka mennina sína á réttum augnablikum. Jorginho sýnir oft á tíðum áhugaleysi í varnarleiknum eins og í þriðja marki Sheffield United þar sem hann hefði auðveldlega getað brotið af sér í aðdraganda marksins.

Það var mikill munur á Chelsea-liðinu núna og gegn Crystal Palace sem dæmi þegar Bill Gilmour var aftastur á miðjunni. Það var mikli meiri kraftur í honum en Jorginho sem dæmi, þar sem hann var í því að brjóta upp sóknir meðal annars og það var allt annað að sjá liðið,“ bætti Bjarni Þór við.

Willian og liðsfélagar hans í Chelsea fengu á sig þrjú …
Willian og liðsfélagar hans í Chelsea fengu á sig þrjú mörk í Sheffield. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert