Chelsea styrkti stöðuna í þriðja sætinu

Cesar Azpilicueta fyrirliði Chelsea og Onel Hernandez hjá Norwich í …
Cesar Azpilicueta fyrirliði Chelsea og Onel Hernandez hjá Norwich í baráttunni í kvöld. AFP

Chelsea styrkti stöðu sína í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu með naumum 1:0 sigri á föllnu liði Norwich City á Stamford Bridge í London í kvöld.

Chelsea er komið með 63 stig og á tvo leiki eftir en Leicester og Manchester United eru með 59 stig og eiga þrjá leiki eftir. Tvö þessara liða tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu.

Olivier Giroud skoraði sigurmark Chelsea í uppbótartíma fyrri hálfleiks með skalla eftir fyrirgjöf frá Christian Pulisic.

Það helsta úr leiknum var uppfært hér á mbl.is:

90. Leik lokið með sigri Chelsea, 1:0.

75. Óbreytt staða á Stamford Bridge og Chelsea er með 1:0 forystu.

46. Seinni hálfleikur er hafinn.

45. Hálfleikur í London og staðan er 1:0 fyrir Chelsea.

45. 1:0 - Olivier Giroud kemur Chelsea yfir á þriðju mínútu í uppbótartíma fyrri hálfleiks með skalla af markteig eftir fyrirgjöf Christians Pulisic frá vinstri.

30. Staðan er 0:0 á Stamford Bridge.

1. Leikurinn er hafinn.

Chelsea er með 60 stig í þriðja sæti og í hörðum slag við Leicester og Manchester United, sem bæði eru með 59 stig, um tvö sæti í Meistaradeild Evrópu. Wolves með 55 stig gæti mögulega blandað sér í þá baráttu. Norwich er neðst með 21 stig og er þegar fallið úr deildinni.

Stamford Bridge vökvaður fyrir leik Chelsea og Norwich í kvöld.
Stamford Bridge vökvaður fyrir leik Chelsea og Norwich í kvöld. AFP
mbl.is